Þegar þú bókar bílinn þarftu aðeins debet- eða kreditkort.
Við afgreiðsluborð bílaleigunnar þarftu:
Mikilvægt: Vinsamlegast skoðaðu líka leiguskilmála bílsins þíns því hvert bílaleigufyrirtæki hefur sínar eigin reglur. Dæmi um slíka reglu er að þú gætir t.d. þurft að framvísa viðbótarskilríkjum. Hugsanlega tekur bílaleigan ekki við ákveðnum gerðum kreditkorta eða leigir ekki til bílstjóra sem hefur ekki haft ökuskírteinið sitt í 36 mánuði eða lengur.
Innifalið í verðinu sem þú sérð er bíllinn, skyldutryggingar (t.d. þjófnaðartrygging og kaskótrygging (CDW)) og gjöld sem eru yfirleitt greidd við afhendingu bílsins ef þau eiga við (t.d. einstefnugjöld, flugvallagjöld og staðbundnir skattar).
Jafnframt er innifalin öll aukaþjónusta sem þú hefur þegar bætt við (t.d. GPS-tæki eða barnabílstólar).
Aukatryggingar sem þú kaupir við afgreiðsluborð bílaleigunnar eru ekki innifaldar.
Ábending: Á greiðslusíðunni er að finna sundurliðun á öllum kostnaði.